Meðalhraði kærðra 115 km í ágúst

Lögreglan á Sauðárkróki tók þátt í samræmdu umferðarátaki ríkislögreglustjóra og vegagerðarinnar nú í sumar líkt og í fyrra. Alls voru 121 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Skagafirði í sumar, flestir á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð.

  Sá sem hraðast ók í sumar var mældur á 152 km hraða og þurfti sá hinn sami að greiða 130.000 kr. í sekt og sæta ökuleyfismissi í einn mánuð.  Meðalhraði þeirra sem kærði voru í júlí var 111 km/klst. En 115 km/klst. Í ágúst.

Fleiri fréttir