Metfjöldi nemenda við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum

Erlendir verknemendur vinna að rannsóknum. MYND: HÓLAR.IS
Erlendir verknemendur vinna að rannsóknum. MYND: HÓLAR.IS

Skólastarf skólaársins 2020 – 2021 að fullu hafið við Háskólann á Hólum. Metfjöldi nemenda leggur stund á nám við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild en aukningin er mest í diplómanámi í fiskeldi þar sem nemendafjöldi tvöfaldaðist og er nú 31 nemandi innritaður, þar af 25 nýnemar. 

Í frétt á heimasíðu skólans segir að auk grunnnámsnema stundi 21 framhaldsnemi nám við deildina, tíu doktorsnemar og 11 meistaranemar. Jafnframt eru 14 nemendur að hefja meistaranám á námsbrautinni MAR-BIO sem er sameiginleg námsbraut með Háskólunum á Akureyri, Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og Nord í Bodö, Noregi. 

Líklegt er að hluti þeirra nemenda muni kjósa að koma eftir áramót sem skiptinemar við Háskólann á Hólum. Þrátt fyrir Covid hafa fimm nemendur komið frá erlendum háskólum í verknámi við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Þeir taka þátt í fjölbreyttu tilraunastarfi innan deildarinnar og njóta leiðsagnar samstúdenta, nýdoktora og fræðimanna hennar. 

Heimild: Hólar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir