Mikill erill hjá lögreglu

Samkvæmt upplýsingum hjá Lögreglunni á Sauðárkróki var mikill erill í Skagafirði um helgina. Fjöldi fólks var samankominn á þeim viðburðum sem tengd eru Laufskálaréttum s.s. réttirnar sjálfar og skemmtanir í Reiðhöllinni. Þurfti Lögreglan að hafa nokkur afskipti af ölvunar og fíkniefnaakstri hjá fólki. Eitthvað var um slagsmál og pústra á ballinu en ekki stórvægilegt miðað við að rúmlega tvöþúsund og fimmhundruð manns voru þar saman komin á laugardagskvöldið.

Fleiri fréttir