Morgunsárið

Skrauti búinn...

Það var ekki laust við að að birtan yfir austurfjöllunum gleddi augað nú í morgunsárið. Það var því ráð að taka mynd af skrautinu. Um klukkan átta í morgun var 5 stiga hiti á Bergsstöðum og lítils háttar rigning. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það hlýni talsvert í dag og rigni en um helgina er spáð skaplegu veðri þó reiknað sé með að það kólni talsvert þegar líða tekur á helgina.

Fleiri fréttir