Myndir frá íbúafundi á Króknum

Íbúafundur um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki fór fram fyrir troðfullu Bóknámshúsi FNV í gærkvöldi.

Fundurinn tókst með miklum ágætum, enginn talaði fram úr hófi og í lok fundar samþykktu fundargestir með dynjandi lófaklappi ályktun þar sem alfarið er hafnað boðuðum skipulagsbreytingum á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpi ársins 2011.

Hér fylgja með nokkrar myndir sem teknar voru á fundinum.

Fleiri fréttir