Nemendur styðja ABC barnahjálp
Nemendur í 6. bekk Árskóla voru á ferðinni fyrir skömmu og söfnuðu fé til styrktar ABC barnahjálp. Þau gengu í hús á Sauðárkróki með söfnunarbauka og bönkuðu upp á hjá fólki sem tók þeim vel. Var það samdóma álit krakkana að gengið hafi vel og mikið safnast í baukana.
Starf ABC barnahjálpar snýst um að bæta hag bágstaddra barna víða um heim og er markmið samtakanna að veita yfirgefnum og umkomulausum börnum varanlega hjálp í formi menntunar og heimila þar sem þess er þörf.