Ný stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar.
Aðalfundur Gagnaveitu Skagafjarðar fór fram síðasta föstudag í Ráðhúsi Skagafjarðar þar sem fulltrúar stærstu hluthafa mættu ásamt nokkrum minni hluthöfum.
Helstu tíðindi af fundinum samkvæmt heimasíðu SKV eru þau að Gunnar Bragi Sveinsson og Páll Pálsson viku úr stjórn, en við sæti þeirra tóku, fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Gísli Árnason, og fulltrúi Skagafjarðarveitna, Einar Gíslason. Þeim Gunnari og Páli voru þökkuð vel unnin störf og Einar og Gísli boðnir velkomnir til starfa.