Nýr samningur við skólabílstjóra

Byggðaráð Skagafjarðar hefur gengið að tilboði skólabílstjóra um tveggja prósentu hækkun á reiknigrunni um skólaakstur. Áður höfðu bílstjórar farið fram á 2,5% hækkun.

lögðu skólabílsjórarnir til þessa lækkun á fyrri kröfu sinni gegn því að samningar verði gerðir til fimm ára. Verður samningstíminn til fimm ára frá upphafi skólaársins 2008. Verður samningurinn óuppsegjanlegur fyrstu  2 ár samningstímabilsins en að loknum þeim tíma er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu og skal þá uppsögnin fara fram í desember með gildistöku við lok líðandi skólaárs árið á eftir.

Fleiri fréttir