Óbreytt stjórn hjá knattspyrnudeild
Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls var haldinn sl. þriðjudagskvöld og þar var öll stjórn deildarinnar endurkjörin. Mæting var eins og venjulega á aðalfundum, stjórnin og nokkrir til. Engu að síður voru ágætar umræður á fundinum sem fór friðsamlega fram.
Stjórn deildarinnar er þannig:
Róbert Óttarsson, formaður
Hrafnhildur Pétursdóttir,
Skúli V. Jónsson,
Auður Aðalsteinsdóttir,
Atli V. Hjartarson,
Guðjón Örn Jóhannsson,
Ómar Bragi Stefánsson