Ökumaður flýði af vettvangi
Ökumaður bíls er keyrði í veg fyrir annan bíl á mótum Öldustígs og Skagfirðingabrautar á sjötta tímanum í gær hljóp af vettvangi en fannst skömmu síðar. Hann var færður í blóðprufu enda grunaður um ölvunarakstur
Báðir bílarnir voru óökuhæfir eftir áreksturinn en enginn teljandi meiðsli urðu á fólki. Farþegi í öðrum bílnum meiddist lítilsháttar er líknarbelgur skall í andliti hans.