Ólína skar sig úr í atkvæðagreiðslu
Þegar kjörið var um hvort ákæra ætti ráðherra fyrir landsdómi á alþingi í gær voru alþingismenn í Norðvestur kjördæmi nokkuð samkvæmir sjálfum sér, allir nema Ólína Þorvarðadóttir sem telur að ákæra eigi alla nema Ingibjörgu Sólrúnu.
Þingmenn VG þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Jón Bjarnason töldu rétt að ákæra en á móti voru þeir Ásbjörn Óttarsson, Einar K Guðfinnsson , Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem allir sögðu nei.