Opna verslun í björgunarsveitarhúsinu
feykir.is
Skagafjörður
30.05.2011
kl. 08.27
Kaupfélag Skagfirðinga mun nú í lok vikunnar opna bráðarbirgðar verslun í húsnæði Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi en eins og kunnugt er eyðilagðist verslunarhúsnæði KS á Hofsósi í bruna fyrir rúmri viku síðan.
Síðan þá hafa íbúar á Hofsósi og nágrenni ekki geta keypt nauðsynjavörur nema að aka yfir á Sauðárkrók. Að sögn Ólafs Sigmarssonar hjá KS mun verslunin í björgunarsveitarhúsnæðinu bjóða upp á nauðsynjavörur.
