Öryggistækjum skilað aftur á Hafnarsvæðið

Sagt var frá því í gær á Feyki.is að björgunartækjum hefði verið stolið af hafnarsvæði Sauðárkróks fyrir helgi og þeir sem þar ættu hlut að máli hvattir til að skila þeim aftur. Var höfðað til samvisku gerendanna hversu alvarlegur þessi gjörningur væri.

Var talað um að nægilegt væri fyrir viðkomandi að leggja þá hluti sem hurfu fyrir framan dyr hafnarvarða í hafnarhúsinu. Þessar brýningar dugðu því þegar menn mættu til vinnu í morgun lá hvorutveggja við dyr hafnarhússins, björgunarhringurinn og Markúsarnetið sem saknað var.

Fleiri fréttir