Óskað eftir aukningu stöðugilda
Farið hefur verið fram á aukningu stöðugilda við Grunnskólann Austan vatna og samþykkti Fræðslunefnd Skagafjarðar að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Var starf skólans í kjölfar sameiningar grunnskólanna austan vatna kynnt á síðasta fundi Fræðsluráðs. Var farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á skólastarfinu auk þess sem kom fram ósk um fjölgun stöðugilda við skólann.