Óskalagatónleikar á KK Restaurant

 Í kvöld, 2. október, verða haldnir Óskalagatónleikar í neðri sal KK Restaurant (Kaffi Krók). Tónleikarnir eru verkefni nemenda sem stunda nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Fyrirkomulagið á tónleikum verður þannig að gestir geta valið á milli þó nokkurra laga á lista, einfaldlega rétt upp hönd og óskað eftir lagi af listanum. Eftir hvert lag er síðan orðið gefið í salinn og tekið við nýju óskalagi. 

Hljómsveit sem mun flytja lögin er skipuð; Róberti Smára, Sæþóri Má, Jóhanni Daða og Eysteini Guðbrandssyni. 

Takmarkaður miðafjöldi er í boði til þess að hægt verði að framfylgja öllum sóttvarnarreglum til hins ýtrasta. Miðaverð er 2000 krónur og verða þeir seldir við hurð, en hægt er að taka frá miða með því að hringja  í síma 8417475 eða hafa samband við Róbert Smára Gunnarsson á Facebook. Húsið opnar og miðasala hefst kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast k.l 20:30.

Það verður ekki posi á staðnum.
/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir