Ráslistar lokakvölds KS-Deildarinnar

Ráslistarnir eru tilbúnir fyrir lokakvöld KS-Deildarinnar sem fer fram miðvikudaginn 8. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði og hefst keppni kl. 20:00.  Mikil spenna er fyrir þessu kvöldi þar sem nokkrir knapar eiga raunhæfa möguleika á sigri í einstaklingskeppninni.  Lið Hrímnis stendur vel að vígi í liðakeppninni en þó getur allt gerst.

Tveir hestar úr A-úrslitunum í slaktaumatölti í fyrra mæta aftur til leiks í ár en það eru þeir Taktur frá Varmalæk og Roði frá Garði.  Athygli vekur að tvöfaldur landsmótssigurvegari Kamban frá Húsavík mætir í slaktaumatöltið.

Sigurvegarar skeiðsins í fyrra voru Bragur frá Bjarnastöðum og Þórarinn Eymundsson, þeir náðu frábærum tíma  í gegnum höllina 4,95 og mæta þeir aftur í ár. Fleiri fljótir hestar eru skráðir  Korði, Þúsöld, Hrappur, Segull, Johnny o.fl.

Aðgangseyrir er kr. 1500,- og gildir miðinn sem happdrættismiði. Í vinning eru folatollar undir hina þekktu stóðhesta Andra frá Vatnsleysu og Blæ frá Miðsitju.

Slaktaumatölt

1.Sölvi Sigurðarson - Starkaður frá Stóru-gröf
2.Þorbjörn  H. Matthíasson - Fróði frá Akureyri
3.Jóhann B. Magnússon - Ásgerður frá Seljabrekku
4.Elvar E. Einarsson - Simbi frá Ketilsstöðum
5.   Vigdís Gunnarsdóttir - Björk frá Lækjamóti
6. Þórarinn Eymundsson - Taktur frá Varmalæk
7. Gísli Gíslason - Ljóska frá Borgareyrum
8. Hörður Óli Sæmundarson - Daníel frá Vatnsleysu
9.Ísólfur Líndal Þórisson - Vaðall frá Akranesi
10. Tryggvi Björnsson - Vág frá Höfðabakka
11.Líney María Hjálmarsdóttir - Þytur frá Húsavík
12. Baldvin Ari Guðlaugsson - Kvika frá Ósi
13. Mette Mannseth  - Stjörnustæll frá Dalvík
14. Bjarni Jónasson - Roði frá Garði
15. Arnar Bjarki Sigurðarson - Kamban frá Húsavík
16. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - kylja frá Hólum
17. Hlín C Mainka Jóhannesdóttir - Hlöðver frá Gufunesi
18. Viðar Bragason - Björg frá Björgum

Skeið

1.Hlín C Mainka Jóhannesdóttir -  Hvinur frá Hvoli
2.Hörður Óli Sæmundarson - Þeyr frá Prestbæ
3. Sigvaldi Lárus Guðmundsson - Sóldögg frá Skógskoti
4. Þorbjörn  H. Matthíasson - Freyja frá Akureyri
5. Ísólfur Líndal Þórisson - Korði frá Kanastöðum
6.Tryggvi Björnsson - Guðfinna frá Kirkjubæ
7. Sölvi Sigurðarson - Steinn frá Bakkakoti
8.Vigdís Gunnarsdóttir - Sólbjartur frá Flekkudal
9. Þórarinn Eymundsson - Bragur frá Bjarnastöðum
10.Mette Mannseth  - Þúsöld frá Hólum
11.Elvar E. Einarsson - Segull frá Halldórsstöðum
12.Baldvin Ari Guðlaugsson - Fáfnir frá Efri-Rauðalæk
13. Gísli Gíslason - Hraðsuðuketill frá Borgarnesi
14.Jóhann B. Magnússon - Hvirfill frá Bessastöðum
15. Bjarni Jónasson - Hrappur frá Sauðárkróki
16.Arnar Bjarki Sigurðarson - Stygg frá Akureyri
17.Viðar Bragason - Johnny frá Hala
18. Líney María Hjálmarsdóttir - Brattur frá Tóftum

/Fréttatilkynning frá Meistaradeild Norðurlands - Svala Guðmundsdóttir

Fleiri fréttir