Reynt að gera ráðstafanir
Feyki barst ábending um það seinnipartinn í dag að enginn hraðbanki væri nú í Hofsósi. Höfðu menn áhyggjur af þessu, enda Jónsmessuhelgin að hefjast með tilheyrandi hátíðarhöldum heimamanna og gesta. Hraðbanki hefur verið í verslun KS síðan húseign Arionbanka var seld, var aftengdur í gær, enda verslunin að flytja sig um set.
Árni Bjarkaso,n útibússtjóri KS á Hofsósi, kvaðst í samtali við Feyki ekkert vita um málið, enda væri það alfarið á könnu bankans. Feyki hafði samband við Jóel Kristjánsson hjá Arionbanka á Sauðárkróki, sem sagði að gerðar yrðu ráðstafanir um helgina, og síðan stæði til að semja við Kaupfélagið að koma þar fyrir nýjum og betri hraðbanka, sem yrði opinn á opnunartíma þess, og helst í framtíðinni opinn allan sólarhringinn. Hann gat þó ekki tímasett hvenær þetta yrðir gert, en viðræður stæðu yfir við Kaupfélagið.
