Riddarar Norðursins

Hinn gullfallegi og eitursnjalli félagsskapur Riddarar Norðursins ætla að ganga úr skugga um það í kvöld hvort hægt sé nýta Reiðhöllina undir hestatengda viðburði í vetur.
Í tilkynningu frá Riddurunum er fyrirhugaður hittingur í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld miðvikudagskvöldið 26/11 kl 20:00   þar sem gólf hallarinnar verður prufað og metið hvort þeir geti nýtt sér höllina í næstu verkefnum. Næstu verkefni verða kynnt og heppileg dagsetning fyrir aðalfund ákveðin.
Undir tilkynninguna ritar  Ayatollah

Fleiri fréttir