Rúnar Guðmundsson nýr skipulagsfulltrúi í Skagafirði

Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og mun taka til starfa á fyrstu mánuðum ársins. Rúnar tekur við embættinu af Jóni Erni Berndsen sem gegn hefur starfinu frá 1. desember sl. og þar áður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til fjölda ára.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að Rúnar sé menntaður byggingarfræðingur frá Horsens í Danmörku og hafi mikla reynslu af skipulags- og byggingarmálum í gegnum störf sín í níu ár hjá Rangárvallasýslu og fjögur ár hjá sex sveitarfélögum í uppsveitum Árnessýslu þar sem hann gegndi störfum forstöðumanns umhverfissviðs, skipulags- og byggingarfulltrúa og síðast sem skipulagsfulltrúi.

„Á þessum tíma hefur hann komið að vinnu við ný aðalskipulög ásamt vinnu við endurskoðun margra aðalskipulaga hjá hinum ýmsu sveitarfélögum á Suðurlandi. Þá er ótalin mörg deiliskipulög víða á Suðurlandi, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Rúnar hefur góða reynslu af stjórnun og áætlanagerð ásamt því að þekkja vel til opinberrar stjórnsýslu í gegnum störf sín hjá sveitarfélögum til margra ára,“ segir á Skagafjörður.is.

Tengd frétt: Einar Andri nýr byggingarfulltrúi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir