Samkeppnisstofnun rannsakar KS

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga sætir nú rannsókn ásamt 7 öðrum kjötvinnslufyrirtækjum í kjölfar þess að Hagar viðurkenndu brot á samkeppnislögum og féllust á að greiða 270 milljónir í stjórnvaldssekt.

Hin meintu brot fólust í tvíhliðasamningum milli fyrirtækjanna og samstilltum aðgerðum við smásöluverðlagningu á kjötvörum eða forverðmerkingum í verslunum Bónus.

Þetta þýðir á mannamáli að vörur frá KS sem aðallega er lambakjöt er unnið og verðmerkt í sláturtíðinni sem stendur yfir í 3 mánuði á ári. Varan er svo fryst og sett í geymslu þar til hún er afgreidd til viðskiptavinarins með verðmiðann frá sláturtíðinni en það er það sem Samkeppniseftirlitið setur út á. Til þess að stemma stigu við þessu væri hugsanlega hægt að merkja vöruna með strikamerki líkt og gert er við grænmeti og er það þá í valdi smásalans hvernig verðið lítur út þegar á afgreiðsluborðið  er komið, hvort það er hagstætt fyrir neytendann eða ekki.

Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS vildi ekki tjá sig um málið að sinni.

Fleiri fréttir