Samþykkt að ráða Jóhann við Grunnskólann austan Vatna
feykir.is
Skagafjörður
11.06.2013
kl. 08.49
Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Grunnskólans austan Vatna, Jóhann Bjarnason og Bjarki Árnason. Á 88. fundi sínum, sem haldinn var í gær, samþykkti fræðslunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar að ráða Jóhann Bjarnason í stöðuna. Jafnframt samþykkti fræðslunefnd að auglýsa eftir aðstoðarskólastjóra við skólann.
