Sauðfjárbændur funda í dag
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda verður settur í dag, fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.00 í fundarsalnum Harvard á 2. hæð Hótels Sögu. Fundinn sækja um 50 fulltrúar aðildarfélaga samtakanna allstaðar að af landinu. Fundurinn hefst með setningarræðu Sindra Sigurgeirsson formanns samtakanna en einnig flytja ávörp þeir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Að loknum erindum og starfsskýrslum hefjast umræður en fjölmargar tillögur liggja fyrir fundinum. Á fundinum verða jafnframt kynntar niðurstöður stefnumótunarvinnu samtakanna. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi til um kl. 15 föstudaginn 8. apríl en að honum loknum verður síðan árshátíð sauðfjárbænda í Súlnasal Hótels Sögu.
Landssamtök sauðfjárbænda eru fjölmennasta búgreinafélag á landinu með um 2.000 félagsmenn í 19 aðildarfélögum
Dagskrá fundarins má finna hér
Mál sem fyrir fundinum liggja má finna hér