Selkópur heilsaði upp á Skagfirðinga
Valgeir Kárason á Sauðárkróki vará ferð við Vestur Ósinn um miðjan dag í gær sunnudag. Þar var góð stemning, fólk að labba hringinn um brýrnar og börn og fullorðnir að leik. Þá ákvað selkópur ákvað að slást í hópinn og taka þátt í gleðinni.
Eftir um hálftíma félagsskap við krakkana renndi hann sér aftur út í ósinn til móts við móður sína sem líklega var að veiða og gæða sér á nýgengnum sjóbirtingi en eftir sat Sigrún Þóra í flæðamálinu eftir óvænt en skemmtilegt stefnumót við selinn unga.