Sjónhorn og Feykir koma út á morgun

Vanalega eru Sjónhorn og Feykir prentuð í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgni og eru klár í dreifingu á miðvikudagsmorgni. Páskahelgin setur strik í reikninginn þessa vikuna því gengið var frá uppsetningu á blöðunum í gær og verið er að prenta þau núna. Það þýðir að Sjónhorn og Feykir fara í dreifingu degi síðar en vanalega.

Beðist er velvirðingar á þessu.

Meðal efnis í Feyki er viðtal við tónlistarmanninn Helga Sæmund sem ásamt vini sínum, Arnari Frey, í Úlfur Úlfur heldur útgáfutónleika í Gamla bíói nú á föstudaginn. Þá fer bókarýnirinn Þorgeir Tryggvason yfir Bók-haldið sitt með lesendum og Katrina Geka er matgæðingur vikunnar. Þá er Guðmundur Valtýsson með 852. vísnaþátt sinn og geri aðrir betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir