Sjóræningjar í kreppunni
Þessir glæsilegu sjóræningjar stunda reyndar ekki sjórán sér til viðurværis heldur halda þeir til í Bifröst á Sauðárkróki. Þeir eru hluti af áhöfn kapteins Króks hins ógurlega, en hann er frægastur fyrir að höggva börn og konur í spað og draga úr þeim garnirnar í þykjustunni í Hvergilandi.
Líf sjóræningjanna er ósköp rólegt og gott svona dagsdaglega, þeir spila og syngja og pússa neglurnar - þangað til á næsta laugardag, þá fer nú að kárna gamanið. Þeir vita það ekki enn, en hrekkjalómurinn Pétur Pan mætir á svæðið klukka fimm til þess eins að gera þeim lífið leitt. Eða jú, reyndar reynir hann líka að bjarga einhverju stelpuhrói úr höndum Króks, en þið sjáið nú bara hvernig það fer með eigin augum þegar þið mætið í Bifröst :)
Sjá nánar á skagafjordur.net/ls