Skagafjörður og Akraheppur endurskoða samstarfssamning
Byggðaráð Skagafjarðar hefur ósksað eftir viðræðum við hreppsnefnd Akrahrepps með að markmiði að endurskoða núgildandi samstarfssamning sveitafélaganna.
Sveitafélögin tvö reka sameiginlega leik- og grunnskóla í Varmahlíð auk þess sem Akrahreppur kemur að rekstri íþróttamannvirkis í Varmahlið auk þjónustu við eldri borgara og fleira.
Telur Byggðaráð mikilvægt að viðræður um gerð nýrra samninga hefjist sem fyrst með það að markmiði að nýjir samningar taki gildi 1. maí 2009.