Skagfirðingar taka flokkunarátaki vel
Skagfirðingar hafa tekið flokkun á sorpi í þéttbýli vel, það vel að þeir 10.000 glæru innkaupapokar sem til voru í Skagfirðingabúð eru á þrotun og í það minnsta 10 daga bið í næsta skammt. Enn er þó hægt að fá glæra innkaupapoka í Hlíðarkaupi.
Hinir glæru innkaupapokar eru fyrir þá sem ekki þekkja til notaðir til þess að auðvelda íbúum flokkun á sorpi sem ætlað er til endurvinnslu.