Skíðað í Tindastól
Skíðasvæðið í Tindastól er opið í dag frá klukkan 11 til 17. Skíðafærið er gott og veðrið ekki síðra. Á Vísi.is segir Viggó Jónsson að það sé ,,Um um að gera að taka fram skíðin og mæta í hvíta mjöllina sem hefur komið hér síðustu daga með látum."
Jafmframt hvetur Viggó fólk til að draga fram gönguskíðin. ,,Ekki er úr vegi að nota gönguskíði en þau hafa ekki slitnað hér í fjallinu til þessa þannig að ég hvét fólk til að nota þessa frábæru göngubraut sem hér er."