Sköpum störf saman

Vinnumálastofnun á Norðurlandi vestra býður atvinnurekendum og fulltrúum sveitarfélaganna til kynningarfunda um átakið „Vinnandi vegur“, sem er átak til að skapa störf fyrir atvinnuleitendur. Stefnt er að því að ráða til starfa allt að 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í tengslum við átakið sem beinist einkum að fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur.

 

Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum.

  • 1. mars á Sauðárkróki á Kaffi Krók kl. 15:00.
  • 2. mars á Hvammstanga í Hlöðunni kl. 11:00.
  • 2. mars á Blönduósi í Eyvindarstofu kl. 14:00.
  • 4. mars á Skagaströnd hjá Vinnumálastofnun kl. 11:00.

Vonast Vinnumálastofnun á Norðurlandi vestra til að sem flestir atvinnurekendur sjái sér fært að mæta.

Fleiri fréttir