Skyr og rjómi uppselt í Hlíðarkaup

Skagfirðingur sem ætlaði að kaupa sér skyr og rjóma í Hliðarkaup í gær greip í tómt og fékk þau svör að varan væri löngu uppseld enda Skagfirðingar duglegir við að tína ber þetta haustið.

Berjaspretta er góð þrátt fyrir að birkifeti hafi eyðilagt berjalönd í Fljótunum að hluta og einni hluta Tindastóls og hafa hagsýnar húsmæður og húsbændur tínt af miklum móð. Líklega hafi margir fengið sér berjaskyr um helgina en þó ekki allir sem vildu.

Fleiri fréttir