Sláttur hafinn í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
17.06.2013
kl. 16.18
Á ferð sinni fram Sauðárkróksbraut í gær tók blaðamaður Feykis eftir því að verið var að slá tún á Gili. Sprettutíð hefur verið ágæt norðanlands í upphafi sumars þar sem á annað borð eru óskemmd tún. Í hreppunum gömlu, Skarðs- og Staðarhreppi, virðast tún í góðu lagi og heyskapur því víða að hefjast.
