Snjókoma og krap og snjór á vegum

Mikil snjókoma er nú víða á Norðurlandi vestra en spá dagsins segir til um breytilega átt, 5-10 og áframhaldandi snjókomu. Snýst í norðvestan 8-13 um hádegi en lægir í kvöld og styttir upp. Suðlæg átt 5-10 á morgun og él, en snjókoma síðdegis. Frost 0 til 5 stig.

Færð á vegum er krap og snjór um mest allan landshlutann en hált frá Vatnshólum að Blönduósi og yfir Vatnsskarðið að Varmahlíð.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað A-lands. Hiti 0 til 5 stig, en kringum frostmark á N-verðu landinu.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestan 5-13 m/s og éljagangur, en bjart að mestu á NA- og A-landi. Frost 0 til 6 stig, mildast við S- og V-ströndina.

Á föstudag:
Útlit fyrir hvassa austan og suðaustanátt með rigningu, einkum á S-verðu landinu. Hlýnar í veðri.

Á laugardag:
Horfur á hvassri austanátt með úrkomu en norðlægari V-til. Fremur milt í veðri.

Á sunnudag:
Suðlæg átt með úrkomu S-til og kólnandi veðri.

 

Fleiri fréttir