Sólon Morthens á fleygiferð
Sólon Morthens, nemandi á 2. ári hestafræðideildar í tamningum, náði nú á dögunum góðum árangri þegar hann hafnaði í öðru sæti á opna Bautamótinu í tölti á hryssunni Kráku frá Friðheimum. Á mótinu sem var haldið þann 21. febrúar í Skautahöllinni Akureyri hlaut hann einnig viðurkenningu frá norðurdeild Félags tamningamanna fyrir fágaða og prúðmannlega reiðmennsku.Tveir nemendur Háskólans á Hólum voru í úrslitum á mótinu því Þórdís Erla Gunnarsdóttir, nemandi á 3. ári hestafræðideildar í Þjálfun og reiðkennslu, hafnaði í fimmta sæti á hryssunni ungu Frægð frá Auðsholtshjáleigu. Frábær árangur hjá þeim Sóloni og Þórdísi.
Myndina tók Þórir Tryggvason