Söngskemmtun í Villa Nova
Í tilefni af alþjóðlegs degi kvenna sem verður á sunnudaginn næsta verður boðið upp á hátiðarsöngdagskrá í Villa Nova frá kl. 14:00 til 17:00.
Þeir sem koma fram eru:
Kl. 14:00 syngja söngnemendur skólans
Kl. 15:00 syngur stúlknakór skólans
Kl. 16:00 syngur Alexandra Chernyshova, undirspil Tom Higgerson
Fólk er hvatt til að koma og njóta vandaðrar söngdagskrár í fallegu umhverfi Villa Nova.