Spænskunámskeið í Húsi frítímans

Spánn er flottur!

Boðið verður upp á spænskunámskeið næstu fimm fimmtudaga í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Námskeiðið hefst þann 5. nóvember kl 20:15 og er námskeiðsgjald einungis 1500 kr og mun sá peningur renna í magnað spænskt menningarkvöld sem haldið verður 4. desember. Alexandra Chernyshova mun leiða námskeiðið.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 2. nóvember. Hægt er að skrá sig hjá starfsmönnum Húss frítímans.

Fleiri fréttir