Sparnaður í tómstundamálum opnunartími styttur
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að stytta opnunartíma bæði í Húsi Frítímans og í Sundlaug Sauðárkróks en nefndin mun skera niður á ýmsum sviðum næsta ár.
Hús Frítímans mun á nýju ári verða opið virka daga frá 12.30 – 22.00. Þá var ákveðið að fækka ferðum Frístundastrætós.
Þá verður sundlaugin á Sauðárkróki lokuð almenningi frá 13. – 16 virka daga. Þessi ákvörðun mun þó ekki hafa áhrifa á skólasund í Árskóla.