Sportlegir bankastarfsmenn
Margir viðskiptavinir Landsbankans á Sauðárkróki hafa sjálfsagt rekið upp stór augu síðastliðinn föstudag.
Þar mátti sjá allt starfsfólk bankans klætt íþróttafötum en um var að ræða heilsuátak innan bankans sem var á landsvísu. Efnt var til samkeppni um bestu þáttökuna og verða óvænt verðlaun í boði fyrir sigurvegarana.
