Stefanía rekur Ketliás

Á heimasíðu Skagafjarðar er sagt frá því að undirritaður hefur verið samningur við Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur varðandi rekstur félagsheimilisins Ketiláss í Fljótum. Samningurinn gildir í tvö ár.

Stefanía Hjördís hefur undanfarin þrjú ár verið húsvörður félagsheimilisins og séð um allan rekstur hússins. Hún hefur einnig setið í húsnefnd félagsheimilisins undafarin fimm ár. Stefanía Hjördís hefur áhuga á að efla starfsemi félagsheimilisins bæði í tengslum við menningartengda viðburði og eins til uppbyggingar í ferðaþjónustu.

Hægt er að hafa samband við Stefaníu Hjördísi í síma, 467 1020 / 869 1024

Fleiri fréttir