Stjórn SSNV mótmælir stofnun nýrrar Byggingarstofnunar

Stjórn SSNV tók fyrir á síðasta fundi sínum áform ríkisins um stofnun nýrrar Byggingarstofnunar. Vill stjórnin að áformin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins muni aukast um 100 milljónir króna á ári vegna nýrrar Byggingarstofnunar.

Í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs og nauðsynlegrar forgangsröðunar telur stjórn SSNV fráleitt að stofna til þessara útgjalda á sama tíma og boðaður er harkalegur niðurskurður í heilbrigðis- og menntakerfinu á landsbyggðinni. Stjórn SSNV telur þetta ranga forgangsröðun og leggur til að áform um stofnun Byggingarstofnunnar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.

Fleiri fréttir