Stokkið í hylinn

Í sumarhitunum síðustu misseri hafa ungir sem aldnir gert sér að leik að stökkva í hyl sem finnst í Gönguskarðsá fyrir ofan Sauðárkrók. Á sólríkum dögum hitnar áin nokkuð svo ekki er alveg óbærilegt að sulla í vatninu.

Stokkið er af klettum sem er sitthvorum megin við hylinn sem er nokkuð djúpur í annan endann en grynnkar fljótt þegar neðar dregur svo hættan er minni fyrir þá sem berast með straumnum.

Rétt er að benda þeim krökkum á sem fara á staðinn að láta vita af ferðum sínum og gæta ýtustu varkárni þar sem þessi leikur er ekki með öllu hættulaus.

.

Fleiri fréttir