Stúlka varð fyrir bíl á Skagfirðingabraut
feykir.is
Skagafjörður
10.09.2010
kl. 15.50
Umferðaróhapp varð á Skagfirðingabraut á Sauðárkróki um klukkan þrjú í dag þegar stúlka varð fyrir bíl. Barnið var flutt á sjúkrahús en meiðsli reyndust óveruleg. Vegfarendur eru minntir á að skólar eru nýbyrjaðir og mikið af krökkum við og á götunum og því rétt að fara varlega í umferðinni.