Sumarmessa í Knappstaðakirkju
feykir.is
Skagafjörður
05.07.2022
kl. 10.16
Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Fleiri fréttir
-
Þakklát fyrir gott bakland
Bríet Guðmundsdóttir er í sambúð með Ísaki Óla Traustasyni sem er partur af þjálfarateyminu. Bríet er dóttir hjónanna Guðbjargar og Guðmundar, eða Guggu og Binna eins og þau eru oftast kölluð. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Bríet og Ísak eiga tvö börn þau Maron Helga, þriggja ára, og Ínu Björgu, sjö mánaða. Áður en hún fór í fæðingarorlof var hún að vinna sem stuðningsfulltrúi í Árskóla. Eftir stúdentspróf frá FNV fór hún í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og eftir það lærði hún ljósmyndun í Tækniskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2020. „Ég hef gaman af því að taka myndir, alls konar útivist, gönguferðum, fjallgöngum, fara út að hlaupa og fara á skíði svo eitthvað sé nefnt. En svo þarf ég að fara að dusta rykið af handavinnunni, hún hefur setið á hakanum síðustu ár,“ segir Bríet.Meira -
„Ég er ánægð að hafa upplifað ár sem var fullt af fallegum atburðum“ | KATRĪNA GEKA
Síðasti nýbúinn sem Feykir ræðir við um jólin og árið sem er að líða er Katrīna Geka. „Ég gegni mörgum hlutverkum í lífinu, þar á meðal móðir fallegs drengs, eiginkona yndislegs manns og sjálfstætt starfandi lífsstílsblaðamaður. Ég og fjölskylda mín búum nú á Sauðárkróki,“ segir Katrīna hún er gift David Geks körfuboltamanni með liði Tindastóls en hann varð einmitt íslenskur ríkisborgari á árinu.Meira -
„Rödd þín er öflug, svo ekki gleyma henni“ | GRETA CLOUGH
Þá er komið að því að fræðast um jólin og árið hjá Gretu Clough en hún er bandarísk að upplagi en býr nú á Hvammstanga ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Líndal, og börnum þeirra. Greta er listrænn stjórnandi hjá Handbendi brúðuleikhúsi, leikhúslistamaður og brúðuleikari. Hún verður heima á Hvammstanga um jólin og fær góða gesti í heimsókn.Meira -
Bifröst: Sæluhús æskunnar | Sölvi Sveinsson skrifar
Óhætt er að fullyrða að Bifröst var frá upphafi það sem nú er kallað ,,fjölnota hús". Ungmennafélagið Tindastóll stóð fyrir byggingu hússins sem hófst 1924 og það var tekið í notkun árið eftir. Pálmi Pétursson, K.G. og Sigurgeir Daníelsson, kaupmenn á Króknum, lögðu fram fé, en húsið var síðan reist í sjálfboðavinnu að mestu og mun Páll Jónsson trésmiður hafa stýrt verkinu. Kaupmenn-irnir gáfu síðan félaginu hlutaféð.Meira -
G L E Ð I L E G J Ó L
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 24.12.2025 kl. 18.00 oli@feykir.isStarfsfólk Feykis og Nýprents óskar lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,Meira
