Sumarmessa í Knappstaðakirkju
feykir.is
Skagafjörður
05.07.2022
kl. 10.16
Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Verið öll hjartanlega velkomin!