Sveitasæla 2011 verður haldin laugardaginn 20.ágúst

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin SveitaSæla er nú haldin hvert ár í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Sýningin var fyrst haldin árið 2005, en síðast þegar hún var haldin árið 2010 sóttu um eitt þúsund og fimmhundruð gestir sýninguna heim.

Sveitasæla verður haldin laugardaginn 20 ágúst 2011. Dagskráin er hlaðin fjölbreyttum atriðum fyrir bæði börn og fullorðna; búvéla- og búvörusýningar, kálfa- og hrútasýningar, húsdýragarður, fornar vinnsluaðferðir til sveita og margt fleira. Ekki verða svo kölluð sýningarkerfi eins og áður hefur verið inn í höllinni. Nú verður hver fermetra leigður á gólfi með aðgangi að rafmagni og netsambandi, einnig er hægt að fá stóla og borð leigð gegn mjög vægu gjaldi. Ef aðilar ætla að stilla vöru upp svo sem hengja upp verða þeir að koma með eitthvað til þess sjálfir. Verð fyrir pr/fermetra á gólfi er 6000.- . Einnig verður boðið upp á svokallaðan sveitamarkað það eru borð sem eru 70 x 280 cm, ætlað fyrir minni söluaðila. Verð á slíku borði er 5000.- ( án VSK ). Útisvæði er einnig boðið uppá sem sýningarsvæði eins og hefur verið áður, verð á pr/fermetra þar er 300.-. Öll verð eru án VSK. Áhugasamir sýnendur eru hvattir til að hafa samband við Eyþór sýningarstjóra á svadastadir@simnet.is eða í síma 8425240. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Fleiri fréttir