Tekið til kostanna í Sæluviku

Í tilefni 20 ára afmælis Reiðhallarinnar Svaðastaða verður haldin stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna! Sýningin fer í fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í lok Sæluviku, 30. apríl. Samhliða fer fram skeiðmót Meistaradeildar KS þar sem keppt verður í gæðingaskeiði og 150m skeiði.

Í tilkynningu segir að eftir ýmsu sé að slægjast fyrir hestamenn á Tekið til kostanna í Skagafirði og eru þeim sem áhuga hafa að taka þátt bent á að er hafa samband við Guðmar Freyr Magnússon í síma 787-2378 eða á unnursigurpals@gmail.com

Fleiri fréttir