Þrettándabrenna Akrahrepps á morgun
Árlega Þrettándabrenna Akrahrepps verður á Þrettándanum sjálfum, miðvikudaginn 6.jan. nk. Kveikt verður í brennunni kl 20:30 á Úlfsstaðaeyrum.
Brúkun á skoteldum meðal gesta er stranglega bönnuð og er bent á að félagar í flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð sjá um flugeldasýningu og meðferð skotelda á svæðinu sé í samráði við þá. Verndari brennunnar er heilög frú María Stefanía Jóhannsdóttir, Kúskerpi. Hittumst heil og kveðjum jólin með ánægjulegri samveru stund.
/Fréttatilkynning