Tindastólssigur í Njarðvík

Tindastóll sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni Suður með sjó í kvöld 84-75. Þeir voru yfir 20-15 eftir fyrsta leikhluta, en í hálfleik var staðan jöfn 41-41. Þriðja leikhlutann unnu Stólarnir 23-14 og náðu þar með góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi.

Ben Luber kvaddi Tindastólsmenn með stórleik, en kappinn skoraði 26 stig auk þess að hirða 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Darrell Flake skoraði 18 stig og tók 10 fráköst, Svavar Birgisson skoraði 14 stig og tók 6 fráköst, Helgi Viggósson setti 11 stig og tók 6 fráköst, Ísak Einarsson 8 stig og 8 fráköst og Sören Flæng var með 7 stig og 6 fráköst.

Athygli vekur að Tindastólsmenn tóku 43 fráköst á móti 31 hjá Njarðvík og töpuðu boltanum aðeins 8 sinnum í leiknum sem telst mjög gott. Þá var vítanýting Tindastólsmanna mun betri en heimamanna og á sinn þátt í sigrinum. Einnig vekur athygli að Njarðvíkingar taka fleiri þriggja stiga skot en tveggja í leiknum, 34 á móti 31 sem er mjög óalgengt.

Stigahæstur þeirra var Magnús Gunnarsson með 21, Logi Gunnarsson gerði 17 og Friðrik Stefánsson 15.

Tölfræði leiksins má lesa HÉR.

Fleiri fréttir