Tískustúlkan : Elínborg Erla
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Elínborg Erla Ágeirsdóttir er 20 ára frá Hóli í Lýtingsstaðahreppi, dóttir hjónanna Ásgeirs Vals Arnljótssonar, bónda og bifvélavirkja og Valgerðar Ingu Kjartansdóttur, bónda.
Elínborg Erla er þessa dagana við nám í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað en áhugi hennar á öllu sem unnið er í höndunum rak hana til þess að sækja um skólavistina.
–Þetta eru bara fjórir mánuðir og mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa. Eins vantaði mér smá tilbreytingu í lífið en ég hef síðast liðin tvö ár unnið í eldhúsinu á Kaupfélaginu í Varmahlíð. Æi þetta eru bara fjórir mánuðir af hverju ekki að prófa?