Tískustúlkan : Ólöf Ösp
Tískustúlkan 2008 verður krýnd 11. október næstkomandi. Feykir kynnti stelpurnar í sumar og nú næstu daga mun Feykir.is kynna stelpurnar 10 eina á dag. Það er Hulda Jónsdóttir á Sauðárkróki sem er eigandi og hugmyndasmiður keppninnar.
Ólöf Ösp Sverrisdóttir er 18 ára Sauðárkróksmær dóttir Sverrir Valgarðssonar, eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni, og Karlottu Sigurðardóttur matráðskonu í Árvist. Ólöf vinnur þessa dagana í eldhúsi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki en hyggst á haustdögum taka sér frí frá námi og flytja til borgarinnar.
–Mig langar að prófa að búa fyrir sunnan og hvíla mig á skólanum í eitt ár en síðan ætla ég að fara að læra hársnyrti, segir Ólöf Ösp glaðlega.
Aðspurð um þátttöku sína í Tískustúlkunni segir Ólöf Ösp að margir hafi verið að benda henni á að skrá sig og að á endanum hafi Hulda haft samband og hún ákveðið að slá til. –Ég sé sko ekki eftir því enda skemmtileg upplifun að taka þátt í svona keppni.