Tölfræði Tindastóls

Heimasíða körfuboltaliðs Tindastóls hefur tekið saman tölfræðina í körfuboltanum í vetur og skoðar hvernig liðið er að standa sig í sambanburði við önnur lið úrvalsdeildarinnnar. Þar kemur m.a. fram að Sean sé með flestar mínútur spilaðar í hverjum leik.

Ef litið er á stigahæstu leikmenn Tindastóls er Hayward Fain í 12. sæti yfir alla með 19.5 stig í leik, Sean í 25. sæti með 16.3, Kiki sæti neðar með 16.1 stig og Rikki er í 37. sæti með 11.7 stig. Stigahæstur í deildinni er Lazar Trifunovic í Keflavík með 25 stig í leik.

Hayward er í 8. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar með 9.8 fráköst í leik, Helgi Rafn er í 17. sæti með 7.3 fráköst, Kiki í 24. sæti með 6.3 og Sean í því 31. með 5.5 fráköst að meðaltali í leik. Frákastahæstur er Gerald Robinson í Haukum með 13.6 fráköst í leik.

Sean er í 5. sæti yfir stoðsendingar, en hann hefur sent 6 slíkar að meðaltali í leik. Hayward er í 10. sæti með 4.8. Stoðsendingahæstur í deildinni er Ægir Þór Steinarsson með 9 stoðsendingar í leik.

Sjá nánar á Tindastóll.is

Fleiri fréttir