Útilífssýning í næsta mánuði
Fyrirhugað er að halda stóra útilífssýningu í Reiðhöllinni á Sauðárkróki 14. nóvember n.k.
Að sögn Eyþórs Jónassonar hallarstjóra er dagskráin í mótun en víst er að sýningin verður hin allra glæsilegasta. Þeir aðilar sem búnir eru að melda sig eru 4x4 jeppaklúbbur, björgunarsveitirnar í Skagafirði, Siglingaklúbburinn, , mótorhjólaklúbbar, Skotfélagið Ósmann svo einhverjir séu nefndir. Dagskráin mun verða auglýst innan skamms.